Frostastaðir

Frostastaðir er býli í Akrahreppi í Skagafirði.  Þetta er landmikil jörð sem á land til fjallsins og alveg niður að Héraðsvötnum.  Hér hefur verið stundaður búskapur allt frá landnámstíð.  Núna er hér búið með sauðfé og nokkur hross og rekin ferðaþjónusta í smáum stíl.  Morgunverður fylgir gistingu í heimahúsi.

Gestum er velkomið að ganga um landareignina.  Það er frábært útsýni sé gengið upp í fjallið og þá er best að ganga „fjárgötur“ því sauðféð finnur alltaf bestu leiðina.  Ef gestir vilja kynnast búskapnum er velkomið að spyrja og fá að skoða.

Við viljum að gestum okkar líði vel og finnist þeir velkomnir.  Við viljum gjarnan aðstoða og veita ráð um hvað er áhugaverðast að skoða hér í firðinum og hvernig best er að haga ferðalögum hér í nágrenninu.  Gott er að skoða vefinn visitskagafjordur.is eða bara spyrja okkur.

Verið velkomin í Frostastaði!


Frostastadir is a farm located in the middle of a beautiful valley and has wonderful view. Enjoy peace and quiet in the country. Stay at our house on the farm, surrounded by beautiful nature. Look at the mountains, the clear sky and the colours, so typical for Iceland. Take a walk around the farm or in the mountain above.

We want our guests to feel welcome and comfortable. We are more than welcome to assist and give advise about the activities and interesting places that Skagafjordur has to offer. You can visit a site called visitskagafjordur.is or just ask us.

Welcome to Frostastadir!